CBD – HVER ER STAÐAN OG HVAÐ VITUM VIÐ Í DAG?

274622351 503883397770153 8993167871041132756 n

Höfundur: Daði Freyr Ingólfsson – Lyfjafræðingur

CBD, eða Kannabídíól, er eitt vinsælasta umræðuefnið í heilsugeiranum í dag, en fremur lítið er talað um
hvað vitað er um raunverulega virkni þess. Fram hefur þó komið að CBD hefur margbreytileg áhrif á ýmsa
ferla í líkamanum. Fjölmargir vísindamenn eru reyndar að reyna að púsla saman heildarmynd af virkni
þess og þannig erum við alltaf að byggja ofan á þekkingu okkar á þessu merkilega efni. Reyndar er það svo að þegar eru komnar fram fjölmargar rannsóknirsem eru farnar að gefa okkur býsna góða mynd við hverju og af hverju CBD getur verið gagnlegt. Hér að neðan nefnum við það helsta.

Flog
Ein þekktasta og mest rannsakaða virkni CBD er við afar erfiðum, en sjaldgæfum, flogaveikindum hjá
börnum (Darvet heilkenni og Lennox- Gastaut heilkenni). CBD er einatt notað þegar önnur lyf virka ekki
og í mörgum rannsóknum hefur komið fram að CBD getur minnkað eða alveg komið í veg fyrir flog í sumum
tilfellum. Epidiolex var fyrsta CBD lyfið sem skráð var á markað í þessu sambandi [1].

Kvíði
Rannsóknir hafa nokkuð ótvírætt sýnt að CBD hefur mjög breiða virkni þegar kemur að kvíðaröskunum og
hjálpar við að slá á allskonar einkenni kvíða eins og ofsakvíða, félagskvíða, þráhyggju-árátturöskun (OCD)
og áfallastreituröskun (PTSD) [2], [3]. Kvíði er ein algengasta ástæðan fyrir að fólk notar CBD, og
rannsóknir styðja ályktanir og skynjun fólks varðandi virkni þess.

Svefnleysi
CBD hefur lengi verið notað til að hjálpa fólki við að sofa eðlilega og virðist sú notkun vera ein sú
útbreiddasta í dag. Rannsóknir hafa sýnt fram á að CBD geti virkað við fjölbreyttum svefnvandamálum en
áhrifin eru oft nokkuð skammtatengd, þar sem stærri skammtar sýna betri árangur. Aftur á móti geta
minni skammtar (10-20mg) aukið vökuvitund og þannig getur CBD hjálpað fólki að fá orku svipað, ekki
ósvipað og við neyslu á kaffi [4], [5].

Sársauki
Margar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni CBD á mismunandi tegundum sársauka. Niðurstöðurnar hafa
verið ýmsar, en svo virðist sem CBD geti haft veruleg áhrif á ákveðnar týpur sársauka [6]. Rannsóknir á
fólki með taugaverki sýndu ágætis niðurstöður og verkir hjá fólki minnkuðu töluvert, bæði þegar CBD er
tekið inn eða borið á svæði [7]. Í rannsókn á fólki með þráláta bakverki í mjóbaki var CBD borið á sem

og verkir og bólgur minnkuðu töluvert, sem bendir til mikillar og staðbundnar virkni á verki og bólgur [8].
Svo virðist sem CBD geti hjálpað mörgum sem eiga við varanlegan sársauka að etja og er CBD prýðileg
náttúruleg viðbót við aðrar meðferðir [8].

Fíkn
CBD getur minnkað löngun í tóbak, koffín og heróín undir ákveðnum kringumstæðum. Dýrarannsóknir
hafa einnig sýnt fram á að CBD minnkar löngun í alkóhól, kannabis, ópíum og önnur örvandi efni [9], [10],
[11]. Þessar niðurstöður eru sérstaklega mikilvægar fyrir þá sem eru að reyna að hætta að reykja eða nota
önnur óæskileg og ávanabindandi efni. Mikilvægi þess að finna möguleg ný vopn við fíkn getur reynst ein
mikilvægasta uppgötvun sem kemur út frá rannsóknum á CBD og það verður spennandi að sjá hvað við
munum læra á næstu árum.

Umræða
Cannabidíól er breiðvirkt efni sem hefur áhrif á gríðarlega marga ferla í líkamanum, sem útskýrir þá flóru
sjúkdóma sem það virðist hafa áhrif á. Sú flóra er mun stærri og fjölbreyttari en það sem hér er nefnt að
ofan, en við höfum haldið okkur við þau áhrif sem hafa að baki sér almenna notkun og vísindalegan
rökstuðning. CBD og aðrir kannabíóíðar eru um margt mjög áhugaverð heilbrigðiskerfi heimsins þar sem
barist er við margháttaða sjúkdóma, marga tengda lífsstíl og neyslu nútímafólks. Æskilegt væri að hafa enn fleiri rannsóknir til stuðnings, en þær sem þegar liggja fyrir (fáeinar nefndar hér í þessari stuttu grein). Á næstu árum mun þeim fjölga mikið og því líklegt að heildarmyndin verði enn skýrari hvað varðar
kannabíóíða og áhrif þeirra til betri heilsu.

Varnarorð
Þar sem virkni CBD er margþætt getur það haft ýmis áhrif á önnur lyf. Milliverkun lyfja við CBD getur verið
alvarleg og fólk ætti að fara varlega og leita sér upplýsinga hjá lækni, lyfjafræðingi eða öðru
heilbriðisstarfsfólki um mögulega milliverkanir.


[1] E. C. Rosenberg, R. W. Tsien, B. J. Whalley, and O. Devinsky, “Cannabinoids and Epilepsy,”
Neurotherapeutics, vol. 12, no. 4, pp. 747–768, 2015, doi: 10.1007/s13311-015-0375-5.
[2] J. W. Skelley, C. M. Deas, Z. Curren, and J. Ennis, “Use of cannabidiol in anxiety and anxiety-related
disorders,” J. Am. Pharm. Assoc., vol. 60, no. 1, pp. 253–261, Jan. 2020, doi:
10.1016/j.japh.2019.11.008.
[3] E. M. Blessing, M. M. Steenkamp, J. Manzanares, and C. R. Marmar, “Cannabidiol as a Potential
Treatment for Anxiety Disorders,” Neurotherapeutics, vol. 12, no. 4, pp. 825–836, 2015, doi:
10.1007/s13311-015-0387-1.
[4] A. N. Nicholson, C. Turner, B. M. Stone, and P. J. Robson, “Effect of Δ-9-Tetrahydrocannabinol and
Cannabidiol on Nocturnal Sleep and Early-Morning Behavior in Young Adults,” J. Clin.
Psychopharmacol., vol. 24, no. 3, pp. 305–313, Jun. 2004, doi:
10.1097/01.jcp.0000125688.05091.8f.
[5] J. H. Walsh et al., “Treating insomnia symptoms with medicinal cannabis: a randomized, crossover
trial of the efficacy of a cannabinoid medicine compared with placebo,” Sleep, vol. 44, no. 11, Nov.
2021, doi: 10.1093/sleep/zsab149