Gréta Karen lenti í bílslysi og vinnur í eftirköstunum

1339067

Tón­list­ar­kon­an Gréta Kar­en Grét­ars­dótt­ir lenti í bíl­slysi í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um árið 2019. Eft­ir slysið hef­ur hún verið að glíma við mikla bak­verki og er ný­lega greind með brjósk­los. Gréta er mjög hrif­in af nátt­úru­leg­um lækn­ing­um og not­ar meðal ann­ars CBD-olíu og jóga ni­dra til að halda niðri verkj­um auk þess sem hún fer til sjúkraþjálfa. 

Gréta byrjaði fyrst að nota CBD-vör­ur á síðasta ári en þá hafði hún vitað af þeim lengi því þær hafa verið leng­ur á markaði í Banda­ríkj­un­um en á Íslandi. „Ég hafði fyr­ir löngu heyrt um CBD því þar var þetta löngu komið, en ein­hvern­veg­inn þorði aldrei að prófa, eða kom mér bara ekki í það,“ seg­ir Gréta Kar­en.

Vör­ur sem inni­halda CBD eru til­tölu­lega ný­lega komn­ar á markað hér á Íslandi. CBD er nátt­úru­leg­ur kanna­bíóði sem fyr­ir­finnst í hampi og er ekki vímu­gjafi. Íslenska fyr­ir­tækið Heal­ing Ice­land fram­leiðir CBD vör­ur und­ir nafn­inu Sproti og eru þær unn­ar úr iðnaðar­hampi sem er ræktaður hér á landi. 

Gréta hef­ur notað CBD olíu og krem með CBD til að lina verki í lík­am­an­um en hef­ur líka verið að prófa sig áfram. „Ég er oft með mígreni og ég prófaði um dag­inn að nudda svæðið þar sem verk­ur­inn var með serum­inu og það gerði því­lík­an mun,“ seg­ir Gréta.

Lang­ar að búa í heitu landi yfir vetr­ar­tím­ann

Gréta seg­ir að það hafi verið mik­il viðbrigði að flytja heim og búa yfir vetr­ar­tím­ann á Íslandi. „Ég bjó nátt­úru­lega úti í 12 ár og þegar ég kom til Íslands þá stoppaði ég vana­lega svo stutt að ég tók aldrei eft­ir að skapið mitt breytt­ist eitt­hvað svaka­lega. En þessi vet­ur núna í ár var rosa­leg­ur,“ seg­ir Gréta og bæt­ir við að hún panti að fá að búa í heitu landi yfir vetr­ar­tím­ann. 

Hún seg­ir CBD vera hinn full­komna vin í bar­átt­unni við vet­ur­inn og að það geri mann aðeins hress­ari. 

„Ég tek ég drop­ana inn fyr­ir svefn og stein­rot­ast og svo á dag­inn ef mér finnst ég eitt­hvað tens. Mér finnst þetta líka hjálpa melt­ing­unni,“ seg­ir Gréta. 

Gréta er búin að koma sér upp ró­andi kvöldrútínu eft­ir langa og erfiða daga. Þá set­ur hún nokkra dropa af CBD olíu út í lík­ams­krem og ber á sig alla. Síðan tek­ur hún inn ol­í­una. „Ég finn svo mikla ró, bæði í lík­am­an­um og hug­an­um. Elska það.“

1339066
„Ég tek ég drop­ana inn fyr­ir svefn og stein­rot­ast og svo á dag­inn ef mér finnst ég eitt­hvað tens. Mér finnst þetta líka hjálpa melt­ing­unni,“ seg­ir Gréta. Ljós­mynd/​Arn­ór Trausti Krist­ín­ar­son