Svona kaupir þú á HealingIceland.is
Það er mjög einfalt að kaupa vörur á vef Healing Iceland.
1. Veldu vöruna sem þú vilt kaupa með því að smella á hnappinn „bæta í körfu“.
2. Þegar þú hefur lokið við að velja vörur í innkaupakörfuna, veldu þá mynd af innkaupakörfu sem staðsett er efst í hægra horninu.
3. Fylltu út upplýsingar um heimilisfang og fylgdu skrefunum sem koma á eftir þar til komið er að greiðslu.
4. Þegar þú kemur að glugga sem heitir „sendingarmáti“ skaltu velja réttar upplýsingar. Ef þú vilt fá vöruna senda utan höfuðborgarsvæðisins mælum við með að þú kynnir þér verðskrá hjá þeim flutningsaðila sem þú kýst að nota með því að skoða heimasíðu þeirra. Sá kostnaður er greiddur þegar þú sækir vöruna til þeirra. Ef þú vilt fá vöruna senda innan höfuðborgarsvæðisins velur þú það og sendingarkostnaður leggst sjálfkrafa við heildarverð þegar þú hefur lokið við pöntun. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir um pöntunina, þá getur þú skrifað þær í glugga fyrir neðan sendingarmáta.
5. Þegar þú ert komin(n) í síðasta gluggann „þín pöntun“ þá biðjum við þig að yfirfara hvort allt er rétt, eins og vöruheiti og magn.
6. Greiðsluferlið opnast í nýjum vefglugga þegar þú velur „halda áfram“. Þar notar þú þá greiðslumöguleika sem eru til staðar, NETGÍRÓ eða slærð inn kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer. Þetta er öruggt vefsvæði og Healing Iceland hefur ekki aðgang að því.
7. Um leið og þú hefur staðfest vörukaup þín með greiðslu, sendum við staðfestingu á netfangið þitt.
8. Við afhendingu pöntunar er greiðslan færð af greiðslukorti þínu og vörureikningur sendur á uppgefið netfang.
Vöruverð
Verð hverrar vöru er sýnilegt í vörulistanum. Einnig sést það þegar varan er valin í innkaupakörfuna.
Verð er tilgreint með VSK en án sendingarkostnaðar.
Ef þú biður um að fá vöruna senda innan höfuðborgarsvæðisins reiknast sendingarkostnaður sjálfkrafa við vöruverð.
Ef þú býrð úti á landi rukkar fyrirtækið, sem flytur vöruna, sérstaklega fyrir flutning. Þann kostnað greiðir þú við móttöku vörunnar. Þú greiðir fyrir vörurnar það verð sem í gildi var við kaupstaðfestingu. Verð vöru getur breyst frá degi til dags.
Verð, myndir og vörulýsingar á netinu og í vörulista eru birtar með fyrirvara um villur.
Ef lítið er til af vörunni þegar hún er pöntuð er ekki hægt að tryggja að hún sé til þegar gengið er frá netpöntun og Healing Iceland tekur ekki ábyrgð á því. Komi í ljós að rangt verð eða upplýsingar hafi verið birt leiðréttum við það eins fljótt og auðið er.
Ef þig vantar frekari upplýsingar, sendu okkur póst á healingiceland@healingiceland.is.
Staðfesting vörukaupa
Staðfesting vörukaupa í netverslun verður til þegar þú hefur gengið frá og staðfest upplýsingar um greiðslu og afhendingu.
Staðfesting greiðslu
Við staðfestingu á pöntun er greiðslan færð af greiðslukorti þínu.
Innheimt er fyrir sendingarkostnað í samræmi við það sem valið var við kaupstaðfestingu.
Afhendingartími
Pöntun er afgreidd næstu 1–3 virka daga eftir kaupstaðfestingu.
Greiðsla
Þú greiðir í vefverslun með því að velja „Greiða” (síðasta skrefið í pöntunarferli).
Innkaupakarfan sýnir heildarverð pöntunar með virðisaukaskatti og sendingarkostnaði (ef um sendingu innan höfuðborgarsvæðis er að ræða). Það er upphæðin sem þú greiðir. Ekki er hægt að millifæra í gegnum viðskiptabanka þegar pantað er í vefverslun. Mögulegir greiðslumátar eru eftirfarandi: Visa, Master Card, og Maestro
Greiðslan fer fram á öruggu vefsvæði sem tryggir að greiðsluupplýsingar þínar eru óaðgengilegar óviðkomandi aðilum.
Greiðslan er tryggð í gegnum trausta greiðslumiðlum VALITOR.
Allar upplýsingar er varða greiðslukort eru dulkóðaðar með SSL (Secure Socket Layer) og fara þannig yfir til VALITOR.
Engar persónuupplýsingar eru geymdar á netþjónum Healing Iceland sem tengjast greiðslu pöntunar þinnar.
Healing Iceland getur ekki nálgast þessar upplýsingar á nokkurn hátt og fær ekki þessa greiðslu inn til sín fyrr en varan hefur verið afhent af vörulager okkar.
Þú þarft að skrá inn eftirfarandi upplýsingar:
- Kortanúmer (16 tölustafir sem sjást á framhlið greiðslukorts) Gildistími (sést á framhlið korts fyrir neðan kortanúmer)
- Öryggisnúmer (þriggja stafa tala sem skráð er á bakhlið korts).
- Þegar greitt er með kreditkorti ertu varin(n) misnotkun án sjálfsábyrgðar.
Ef kort þitt er misnotað getur þú krafist þess að samningsaðili þinn bakfæri færsluna.
Sé frekari upplýsinga óskað, sendið okkur póst á healingiceland@healingiceland.is.
Pöntunarstaðfesting
Þegar þú hefur lokið pöntun þinni á vefnum sendum við pöntunarstaðfestingu / nótu á netfangið sem þú gafst upp við pöntun. Í pöntunarstaðfestingunni kemur fram hvaða vara var keypt, afhendingarstaður, greiðslumáti og verð.
Ef þú þarft að fá pöntunarstaðfestinguna senda aftur, hafðu þá endilega samband við okkur með tölvupósti á netfangið healingiceland@healingiceland.is.
Vörureikningur
Þegar Healing Iceland hefur lokið afgreiðslu pöntunar þinnar færðu sendan tölvupóst á netfang þitt með vörureikningi/nótu í viðhengi. Vörureikningurinn sýnir hvað var keypt, afhendingarstað, greiðslumáta og verð.
Ef ábyrgð er á keyptri vöru gildir vörureikningurinn sem ábyrgðarskírteini vörunnar og það skal varðveita.
Fyrir frekari upplýsingar, sendu póst á healingiceland@healingiceland.is .
Sendingarkostnaður
Vinsamlegast athugið! Reyni flutningsaðili að afhenda vöru hjá þér samkvæmt pöntun án árangurs (t.d. ef enginn er heima) þarftu að greiða á ný fyrir heimsendingu samkvæmt gjaldskrá okkar (nema þú hafir beðið um afhendingu á fyrir fram ákveðinn stað).
Skiptiréttur/skilaréttur í verslun
Skiptiréttur er í gildi á vörum sem keyptar hafa verið í verslunum. Þú getur fengið inneignarnótu gegn því að sýna kvittun fyrir vörukaupum, en einungis ef varan er í upprunalegum umbúðum, ónotuð og óskemmd.
Skila má vörunum beint í verslun Healing Iceland ásamt vörureikningi /kvittun. Þú greiðir sjálf(ur) sendingarkostnaðinn af skilunum. Heimilisfang hjá verslun má sjá á heimasíðu okkar.
Eins og áður sagði þarf varan að vera í upprunalegum umbúðum, ónotuð og óskemmd. Viljir þú skipta vöru skaltu athuga eftirfarandi:
- Umbúðir smásöluvara eru hluti vörukostnaðar og útlits vörunnar og skulu því vera heilar. Þetta á sérstaklega við um sængurfatnað.
- Fyrir húsgögn sem afhent hafa verið ósamansett gildir hið sama, þ.e. að upprunalegar umbúðir skulu vera heilar og húsgögnin mega ekki hafa verið sett saman.
- Umbúðir á dýnum skulu vera heilar og órofnar.
Skil á vörum og notkun á inneignarnótum þarf að framvísa persónuskilríkjum. Inneignina má sá sem er skráður fyrir henni nota. Þessar skilareglur takmarka ekki lögbundna neytendavernd.
Vörur sem keyptar voru á lækkuðu verði, á t.d útsölum, rýmingarsölum, lagersölu eða Outlet markaðinum. Eru seldar í því ástandi sem þær eru og ekki hægt að skila.
Skiptiréttur/skilaréttur í vefverslun
Réttur til að falla frá samningi: Viðskiptavinurinn hefur rétt til að falla frá þessum samningi án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga.
Frestur til að falla frá samningnum rennur út 14 dögum eftir daginn þegar þér eða þriðji aðili annar en flutningsaðilinn, sem þér hafið tilgreint, hefur í reynd fengið vöruna í sína vörslu.“
Til þess að nýta réttinn til að falla frá samningnum þurfið þér að tilkynna okkur á healingiceland@healingiceland.is, um ákvörðun yðar um að falla frá samningnum með ótvíræðri yfirlýsingu í tölvupósti.
Til að uppsagnarfresturinn teljist virtur nægir að þú sendið tilkynningu um að þér neytið réttar yðar til að falla frá samningi áður en uppsagnarfresturinn rennur út, setjið einnig inn nafn, heimilisfang, símanúmer.
Áhrif þess að falla frá samningi: Ef þér fallið frá þessum samningi munum við endurgreiða yður allar greiðslur sem við höfum fengið frá yður, þ.m.t. afhendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði vegna þess að þér hafið valið annan afhendingarmáta en ódýrasta staðlaða afhendingarmáta sem við bjóðum), án ástæðulausrar tafar og alla jafna eigi síðar en 14 dögum eftir þann dag þegar okkur er tilkynnt um ákvörðun yðar um að falla frá þessum samningi. Við munum endurgreiða yður með því að nota sama greiðslumiðil og þér notuðuð í upphaflegu viðskiptunum, nema þér hafið samþykkt annað sérstaklega; í öllum tilvikum þurfið þér ekki að bera neinn kostnað af þessari endurgreiðslu. „Við getum haldið eftir endurgreiðslu þar til við höfum fengið vöruna aftur eða þér hafið lagt fram sönnun fyrir endursendingu hennar, hvort sem kemur á undan.“
Viðskiptavinurinn þarf að endursenda vöruna eða afhenda okkur án ástæðulausrar tafar og eigi síðar en 14 dögum eftir daginn sem þér tilkynnið okkur ákvörðun yðar um að falla frá samningnum. Fresturinn skal teljast virtur ef þér endursendið vöruna fyrir lok 14 daga tímabilsins.
Viðskiptavinurinn þarf að bera beinan kostnað af endursendingu vörunnar.
Viðskiptavinurinn eru aðeins ábyrg(ur) fyrir allri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar af meðferð hennar annarri en þeirri sem nauðsynleg er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni hennar.
Lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu
Almennar upplýsingar
BS Ráðgjöf og kennsla
Kt: 450502-3540
Netfang: healingiceland@healingiceland.is
Kvartanir
Kvörtun skal berast okkur um leið og gallans verður vart. Vörunni skal skila til Healing Iceland ásamt kvittun/vörureikningi sem og ástæðu kvörtunar.
Þú þarft að greiða fyrir sendingu vörunnar til okkar hjá þeim flutningsaðila sem þú velur. En sé kvörtun þín réttmæt þá bætum við þér að auki útlagðan kostnað vegna sendingu vörunnar til okkar.
Rangar afgreiðslur
Ef pöntunin þín hefur ekki verið rétt afgreidd, hafðu þá vinsamlega samband við vefverslun okkar í tölvupóst á healingiceland@healingiceland.is
Hafi Healing Iceland gert mistök í afhendingu pöntunar er sendingarkostnaður vegna leiðréttingar afgreiðslunnar á okkar kostnað.
Þetta gildir einnig ef vara reynist gölluð.
Tjónamál
Komi sendingin skemmd til þín, hafðu þá strax samband við þjónustuborð okkar sem hjálpar þér við úrlausn málsins.
Sendu póst á netfang okkar, healingiceland@healingiceland.is.
Persónuvernd og vafrakökur („cookies“)
Hér getur þú lesið skilmála okkar varðandi meðferð persónuupplýsinga og vafrakökur