Sproti

Mynd 1 1024x683 1

Vörurnar frá Sprota eru fyrstu CBD-vörurnar sem eru framleiddar á Íslandi og voru hannaðar af lyfjafræðingnum Daða Frey Ingólfssyni. Honum fannst erfitt að finna góðar CBD- vörur til sölu hérálandi og þróaði sínar eigin vörur sem eru hreinar og nota nýjustu vísindi til að fá bestu virknina. Sproti er með höfuðstöðvar sínar á hljóðlátu svæði í Garði á Suðurnesjunum.

Daði segir að nálægðin við sjóinn og náttúruna veiti honum „inspiration“ til að trúa á hreinleika íslenskra vara. Vörurnar frá Sprota eru án aukaefna og ilmefna og henta því vel fyrir alla sem dagleg rakakrem eða sem aðstoð við ýmis húðvandamál. Við þróunávörunum voru nýttar nýjustu rannsóknir um hvernig best væri að auka upptöku á CBD í húð. CBD nefnilega fer illa inn í húð án aðstoðar, en með því að bæta við hjálparefni sem ferjar CBD inn í húðina er hægt að bæta virkni þess margfalt. Með því að geta stjórnað innihaldsefnunum nákvæmlega var hægt að búa til vörur sem tryggja góða virkni og hágæðavöru.

CBD-hampurinn og framtíðin

Hampræktun hefur verið mikiðíkastljósinu undanfarin ár en leyfilegt er að rækta iðnaðarhamp á Íslandi. Hampurinn er gríðarlega nytsamleg planta og hægt að búa til margt út frá henni eins og föt, byggingarefni, pappír og margt fleira. CBD er einn af fjölmörgum kannabíóíðum sem plantan framleiðir en flestir hafa þeir áhrif á starfsemi líkamans.
Í dag er einangrun efna úr hampinum enn þá erfið vegna laga en mikil tækifæri eru fyrir Ísland í þeim iðnaði ef löggjöf breytist. Til að rækta hamp sem hægt er að nýta í lyfjaframleiðslu, fæðubótarefni og aðrar vörur sem krefjast kannabíóíða þarf að stjórna framleiðsluaðstæðum mjög nákvæmlega og því aðeins hægt að gera það innandyra sem krefst rafmagns og vatns.

Mikil eftirspurn er eftir kannabíóíðum með neikvæðu kolefnisfótspori og því er Ísland einstaklega velístakk búið fyrir hátæknihampframleiðslu. Sproti hefur líka sýnt framáþað að hægt er að vinna með afurðir úr hampinum og gríðarleg tækifæri eru fyrir hendi ef vilji væri fyrir lagabreytingum.

Hvar erum við í dag með CBD?

CBD, eða cannabidiol, er eitt umræddasta efnið í heilsugeiranumídag en lítið er talað um hvað er vitað um virkni þess. Núna árið 2022 eru komnar margar rannsóknir sem eru að byrja að gefa okkur góða mynd af við hverju CBD getur verið gagnlegt.

Flog: Ein þekktasta virkni CBD í dag er við hræði- legumensjaldgæfumflogaveikindumhjá börnum eins og Darvet-heilkenni og Lennox-Gastaut-heilkenni. CBD er notað við þessum heilkennum þegar önnur lyf virka ekki og í mörgum rannsóknum hefur komið fram að CBD getur minnkað eða alveg komið í veg fyrir flog í sumum tilfellum. Epidiolex var fyrsta CBD- lyfið sem skráð varámarkað við þessum heilkennum.

Kvíði: Rannsóknir hafa sýnt að CBD slæráeinkenni kvíða. Virkni þess hjálpar við að slááalls konar einkenni kvíða eins og ofsakvíða, félagskvíða, þrá- hyggju-árátturöskun (OCD) og áfallastreituröskun (PTSD).

Svefnleysi: Rannsóknir hafa sýnt að CBD hjálpi fólki að sofna og haldast sofandi. CBD hefur lengi verið notað til að hjálpa fólki við að sofa og virðist vera ein vinsælasta notkunin á því í dag.

Sársauki og verkir: Margar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni CBD á mismunandi sársauka. Niðurstöðurnar hafa verið mismunandi en svo virðist sem CBD geti haft veruleg áhrif á ákveðinn sársauka. Rannsóknir á fólki með taugaverki sýndu ágætis niðurstöður og verkir hjá fólki minnkuðu töluvert.

Í rannsókn á fólki með gigt var CBD borið á sem krem og verkir og bólgur minnkuðu töluvert. Svo virðist sem CBD geti hjálpað mörgum sem eiga við varanlegan sársauka og er góð náttúruleg viðbót við aðra meðferð.

Fíkn: CBD getur minnkað löngun í tóbak, koffín og heróín undir ákveðnum kringumstæðum. Dýrarannsóknir hafa einnig sýnt fram á að CBD minnkar löngun í alkóhól, kannabis, ópíum og önnur örvandi efni. Þessar niðurstöður hafa sérstaklega mikla þýðingu fyrir þá sem eru að reyna að hætta að reykja eða nota önnur óæskileg efni og vonandi verður CBD notað í meðferðum í framtíðinni.