Lítur á það sem réttindabaráttu að fólk eigi greiðan aðgang að CBD

Mynd 1 1024x683 1

CBD hefur verið notað til heilsubótar, útvortis sem og innvortis í þúsundir ára en það eru ekki nema fáein ár síðan vörur með þessari virku og græðandi olíu byrjuðu að fást hér á Íslandi.

CBD er oftast unnið úr lífrænt ræktuðum iðnaðarhampi og hefur þekkta virkni sem meðal annars er nýtt í lyf, lækningavörur, snyrtivörur og fæðubótarefni. Þá hefur verið sýnt fram á að CBD hafi bólgueyðandi, slakandi og verkjastillandi áhrif og fleiri góða eiginleika. Að mati Sigurðar Kr. Sigurðssonar er það í raun réttindabarátta að þessar vörur séu aðgengilegar hér á Íslandi fyrir þá sem þurfa á þeim að halda. Hann hefur sjálfur gengið í gegnum afar erfitt tímabil í lífi sínu en batagangan hófst ekki af alvöru fyrr en hann kynntist CBD olíunni frá Sprota.

CBD vörurnar frá Healing Iceland eru íslensk framleiðsla. „Viðskipta- og vöruþróun hefur tekið um tvö ár og er SPROTA-vörulínan sú fyrsta sinnar tegundar sem framleidd er alfarið á Íslandi. Verksmiðja fyrirtækisins er staðsett í Suðurnesjabæ og er þar framleidd hágæða CBD sem notað er í Healing Iceland vörulínuna. Um er að ræða svokallað „broad spectrum CBD“ sem er án tetrahydrocannabinols (THC). Að öðru leiti inniheldur olían alla aðra eiginleika sem svokölluð „full spectrum“ olía hefur,“ segir Sigurður Kr. Sigurðsson sem selur CBD vörurnar frá Sprota undir nafni Healing Iceland, í vefverslun sinni www.healingiceland.is.

Fjórar lykilvörur

Healing Iceland línan samanstendur af andlitskremi, líkamskremi, serum og CBD olíu. Vörurnar innihalda allar hágæða virka CBD olíu. „Til þess að auka við virkni varanna er fleiri virkum inihaldsefnum bætt í blöndurnar, eins og kollageni, hýalúrónsýru, skvalíni og fleira. Vörurnar eru svo allar án ilm- og litarefna.“

CBD líkamskrem er mjög nærandi fyrir húðina og hjálpar við ýmis vandamál eins og exem, sóríasis, verki og fleira. Kremið inniheldur CBD, skvalín, kollagen, hýalúronsýru og önnur vel valin efni sem gefa húðinni það sem hún þarf til að haldast ung og fersk.

CBD andlitskrem inniheldur CBD, skvalín, kollagen, hýalúronsýru og önnur innihaldsefni sem eru sérvalin til notkunar í andliti. Kremið hentar öllum kynjum til daglegrar notkunar og hjálpar til við að losa bólgur, fríska upp á húðina, hjálpar við að stilla af hausverk, mígreni og taugaverki.

CBD serum er ein virkasta varan okkar. Serumið er notað dagsdaglega á húðina og þú finnur og sérð strax mun á húðinni sem verður silkimjúk og glóandi.“ Serumið hefur einungis sjö innihaldsefni: Skvalín, Rosa canina (rose hip) seed oil, jojoba fræjaolíu, Cannabidiol, náttúrulegt bisabolol, Tocopheryl acetate og sólblómafræjaolíu.

CBD húðolía samanstendur af tveimur hágæða olíum, CBD olíu og MCT olíu, en gæðin skipta öllu í svona framleiðslu. Þessar tvær olíur vinna mjög vel saman og hentar CBD húðolían vel á viðkvæma húð, er græðandi fyrir ýmis sár, stillir verki og margt fleira.

Hágæða innihaldsefni

Í kremunum er að finna kollagen, en kollagen í húðfrumum sér um að viðhalda teygjanleika húðarinnar. Með aldrinum minnkar magn kollagens í húðfrumum okkar og rakastig og teygjanleiki kollagensins versnar með aldrinum. Með því að bera kollagen í olíum og kremum beint á húð er hægt að vinna á móti áhrifum öldrunar og öðlast unglegri húð.

Einnig er hýalúrónsýra í kremunum en um er að ræða hinn háttúrulega rakagjafa húðarinnar. Stór hluti af hýalúronsýru líkamans má finna húðinni og er hún afar mikilvæg til að viðhalda heilbrigði húðarinnar. Hátt hlutfall hýalúronsýru og kollagens er lykilþáttur í ungri og sléttri húð. Hýalúronsýran binst vatni og heldur þannig kollageninu við kjöraðstæður. Þegar við eldumst missir líkaminn hæfileikann til að halda þessum efnum í réttum hlutföllum sem svo veldur þurrki og hrukkum.

Í kremunum og í seruminu er svo skvalín sem gerir upptöku á CBD í gegnum húðina allt að 10-40 sinnum meiri. Skvalín hentar öllum húðtegundum og hefur bólgueyðandi virkni á flestar bólgur og roða eins og bólur, exem, sóríasis og fleira.

„Eftir höggið breyttist allt“

Sigurður kynntist mætti CBD fyrir ekki svo löngu síðan og hjálpuðu vörurnar honum að takast á við óhugnanlegar afleiðingar slyss. „Fyrir tveimur og hálfu ári lenti ég í vinnuslysi þar sem ég fékk högg á ennið sem olli því að blæddi inn á heila sem skaddaði augun, heila, hnakkann og taugakerfið. Eftir höggið breyttist allt í lífi mínu. Áður gat ég hjólað 140 km á dag, ég æfði og stundaði allskonar strangar æfingar og hestamennsku. Eftir slysið missti ég nær alla mína hæfileika, styrk, þol og jafnvægi og ég gat varla unnið einföldust verk. Það tók nokkra mánuði að greina hvað væri að mér og í dag er ég búinn að hitta helstu sérfæðinga á öllum sviðum. Þá hef ég gert allt sem ég get til að endurhæfa mig sem hefur verið löng og ströng þrautaganga.“

„Eftir slysið missti ég nær alla mína hæfileika, styrk, þol og jafnvægi og ég gat varla unnið einföldust verk.“

Leitaði um allt að annarri lausn

Eftir slysið var Sigurður mjög verkjaður. „Ég þurfti að sofa endalaust og svaf næstum allt fyrsta árið. Annað árið var ég svo heppinn að komast að hjá heilateymi LSH á Grensás. Þau hjálpuð mér við að læra nýja hluti til að takast á við verki og mín vandamál. Það má segja að starfsfólk Grensás og fjölskylda mín hafi bjargað lífi mínu. Í veikindum mínum hef ég þurft að takast á við mikla verki, höfuðverki, taugaverki, kvíða, streitu, áfallarstreituröskun og jafnvel sjálfsmorðshugleiðingar. Ég hef verið settur á allskonar lyf sem gerðu takmarkað gagn. Þetta gerði mig jafnvel veikari á vissan hátt. Það er skelfilegt að þurfa vera með fulla skúffu af lyfjum og taka margar pillur á dag sem hefta mann. Ég hef aldrei borið virðingu fyrir lyfjum enda eru mörg lyf algert eitur eins til dæmis morfín- og kódín lyf. Ég sætti mig engan veginn við að þurfa að vera á öllum þessum lyfjum. Ég var fastur í verkjum og lyfjum og leitaði útum allt að annarri lausn.“

Í dag er ég laus við lyfin

„Ég hafði prófað einhverjar CBD olíur sem mér fannst ekki virka vel, en það var ekki fyrr en ég fann CBD vörurnar frá Sprota að eitthvað fór að hafa áhrif. Þessar vörur búa yfir miklum lækningarmætti og breyttu öllu fyrir mig.

Í dag tek ég engin lyf. Ég er laus við þau öll. Með CBD olíunni næ ég að verkjastilla mikla höfuðverki og taugaverki sem lama á mér aðra hendina, ég næ að stilla af kvíðann, stressið og áfallastreituröskunina. Ég er hættur að vakna milli kl. 03 og 06 á nóttunni, öskrandi og sveittur með hjartaði í botni en það er alveg hræðilegt að standa í svefnleysi ofaní verkina.

Ég nota CBD vörurnar á hverjum degi. Þegar ég vakna á morgnana þá nota ég CBD serum á verkina og á andlitið. Svo set ég CBD andlitskrem á andlitið og líkamskremið á líkamann. Þannig næ ég að stilla af verki með útvortis aðferðum. Svo tek ég CBD olíuna inn þrisvar á dag, á morgnana, yfir miðjan daginn og svo fyrir kvöldmat.“

„Ég er hættur að vakna milli kl. 03 og 06 á nóttunni, öskrandi og sveittur með hjartaði í botni en það er alveg hræðilegt að standa í svefnleysi ofaní verkina.“

„CBD olían inniheldur eingöngu tandurhreinar CBD og MTC olíur. Þessi vara er í svo háum gæðaflokki að það er bæði hægt að nota hana útvortis eða taka hana inn undir tunguna. Varan er fyrst og fremst seld til þess að nota útvortis, en hún er eins uppsett og aðrar olíur sem fólk er að taka inn við kvíða, stressi, streitu, svefnvandamálum, parkisons, tourette, adhd, pirring í löppum, taugaverkjum, mígrenni, höfuðverk, sóríasis, exem, gigt, vefjagigt, háum blóðþrýsting, áfalla-streturöskun svo eitthvað sé nefnt.“

Lofaði sjálfum sér að hjálpa öðrum

Sigurður finnur klárlega mikinn mun á sjálfum sér eftir að hafa byrjað að nota CBD vörurnar frá Sprota. „Þegar ég prófaði vörurnar lofaði ég sjálfum mér að ef þetta myndi hjálpa mér, þá myndi ég gera allt sem í mínu valdi stæði til að hjálpa öðrum. Það hefur líka komið á daginn að CBD vörurnar frá Sprota hafa hjálpað mörgu fólki á Íslandi. Það er í raun hrein og bein réttindabarátta fyrir Íslendinga að fá greiðan aðgang að CBD vörum. Þess vegna opnaði ég netverslun www.healingiceland.is til að gera hágæða CBD vörur eins aðgengilegar fyrir fólk og hægt er. Margir þurfa á þessum vörum að halda. Svo býð ég upp á fría heimsendingu um land allt.“

„Það er í raun hrein og bein réttindabarátta fyrir Íslendinga að fá greiðan aðgang að CBD vörum.“

„Serumið er meira að segja það gott og virkt að ég býð fólki að skila og fá endurgreitt ef það er ekki ánægt með virknina. Þetta er einsdæmi í snyrtivörugeiranum, en þessar vörur eru svo magnaðar að ég hef ekki enn heyrt frá fólki sem vill skila. Þess í stað ber fólk út fagnaðarerindið til fjölskyldu og vina sem koma svo og kaupa hjá mér.“

Mynd 2
Lítur á það sem réttindabaráttu að fólk eigi greiðan aðgang að CBD 3

„Ég lít í raun svo á að ég hafi fengið annað tækifæri og ég ætla að nota restina af mínu lífi í að hjálpa öllum þeim sem ég get og þróa vörur sem hjálpa fólki. Ef fólk hefur samband við mig þá veiti ég aðstoð og ráðleggingar um vörurnar. Ég hef orðið vitni af fjölda fólks sem hefur náð utan um sín veikindi með hjálp CBD varanna frá Sprota og það má finna mörg dæmi um það á Healing Iceland á Facebook. Ég hef sagt mína sögu þar og fleiri munu koma til með að segja frá sinni reynslu í bæði myndböndum og skrifuðum frásögnum.“

Healing Iceland vörurnar fást healingiceland.is